Skipulag

Í Vigraholt er verið að þróa heillandi sumarhúsabyggð með 33 notalegum frístundahúsum sem bjóða upp á fullkomna slökun í miðri stórbrotinni náttúru. Auk þess eru 10 nútímaleg íbúðarhús í byggingu, tilvalin fyrir þá sem vilja búa varanlega í þessu einstaka umhverfi. Hápunktur verkefnisins verður glæsilegur hótelkomplex með lón, heilsulind, fyrsta flokks veitingastað og brugghús. Sérstakt menningarlegt tilboð verður sýning um Eyrbyggja sögu, sem verður staðsett innan hótelkomplexins og mun sökkva gestum í heillandi heim íslenskra sagna. Einstakur staður fyrir hvíld og menningu! 

Deiliskipulag 

Útgefið deiliskipulag.

Smellið á mynd til að sækja deiliskipulag.

Deiliskipulag - Almennir skilmálar

Hér er lýst almennum skilmálum sem gilda um byggingar og framkvæmdir skv. deiliskipulagi

  • Umferð gangandi er öllum heimil meðfram sjó, vatni og lækjum í samræmi við almannarétt. Óheimilt er að hindra slíka umferð á nokkurn hátt.
  • Ekki er heimilt að byggja nær strandlínu/vatnsbakka en 50 m. Öll mannvirkjagerð og hvers konar framkvæmdir í fjörum er óheimil nema þær er falla undir 6. gr. Laga um vernd Breiðafjarðar (54/1995). Þess skal gætt við allar framkvæmdir á svæðinu að lífríki í fjörum spillist ekki á nokkurn hátt.
  • Byggingarreitir eru í öllum til fellum staðsettir í meiri fjarlægð en 50 metra frá sjó/vatni og 10 metra fjarlægð eða meira frá lóðamörkum samliggjandi lóða. Á uppdrætti er dregin lína 50 metra frá sjó/vatnsbakka.
  • Hæðasetning húsa skal taka mið af landhæð innan byggingarreits. Hafa ber í huga að mesti munur flóðs og fjöru getur orðið um 5 m. Leita skal samráðs við Siglingastofnun um hæðarsetningu þeirra húsa er lægst standa. Lagmarks hæð á gólfum húsa í hæðakerfi svæðisins er í kóta 5.0. Lágmarks hæð á landi næst húsum er í kóta 4.8 m.
  • Heimilt er að koma fyrir kjallara undir húsum að hlutatil þar sem aðstæður á lóð leyfa.
  • Hús skulu staðsett innan byggingarreits. Staðsetning húsa er sýnd til skýringa á skýringaruppdrætti en er ekki bindandi. Staðföng lóða er skilgreind á uppdrætti.
  • Allt rask sem hlýst af framkvæmdum skal lagfært þannig að vel fari í landslagi og gróðurfari svæðisins. Sérstaklega skal vanda umgengni og frágang þar sem um náttúrulega birkiskóg (kjarr) er að ræða. Staðsetja skal byggingar á lóð með þeim hætti að rask á birkiskógi, votlendi og viðkvæmum vistgerðum verði sem minnst. Ekki má fella tré fyrir utan nauðsynlega grisjun og til þess að koma fyrir byggingum og nauðsynlegum innviðum.
  • Forðast skal af fremsta megni að raska ró fugla á varptíma og halda framkvæmdum í nágrenni við varplönd í lágmarki.
  • Leitast skal við að hús falli vel að landi og sómi sér vel í náttúrulegu umhverfi Breiðafjarðar.
  • Um meðferð og flokkun sorps skal farið að reglum sveitarfélagsins hverju sinni.
  • Hlunnindi sem tilheyra sjávarjörðum (útræði, dúntekja, reki, selveiði, efnistaka og annað) fylgja lögbýli.
  • Útilýsing húsa og lóðarlýsing skal vera dempuð og einungis í formi garðlýsingar þar sem ljósi er beint niður á við. Sólpar í garðlýsingu skulu vera að hámarki 1,2 m á hæð.

Verslun og þjónusta VÞ-1, VÞ-2 og VÞ-3

  • Á svæði sem er afmarkað sem verslun og þjónusta í aðalskipulagi er heimilt að stofna þrjár verslunar- og þjónustulóðir. Hámarksbyggingarmagn verslunar og þjónustulóða er 4.960 m².
  • Innan lóðar sem merkt er VÞ 1 er heimilt að byggja 3.400 m² byggingu fyrir hótel með heilsulind og veitingahúsi auk handverksbrugghúss. Heimilt er að hafa kjallara undir húsinu ef aðstæður leyfa.
  • Heimilt er að byggja frístandandi gistihýsi á verslun og þjónustulóðum. Á lóð VÞ-2 er heimilt að byggja 6 gistihýsi að hámarki 60 m² að stærð. Á lóð VÞ-3 er heimilt að byggja 20 gistihýsi að hámarki 60 m² að stærð.
  • Heimilt er að hús verði á 1-3 hæðum.
  • Hámarkshæð húss á lóð VÞ-1 er 10 m.
  • Hámarkshæð gistihýsa á lóðum VÞ-2 og VÞ-3 eru 5 m.
  • Mænisstefna, þakhalli, form og gerð húsa eru gefin frjáls.

Íbúabyggð ÍB-1

  • Á svæði sem er afmarkað sem íbúðarbyggð í aðalskipulagi er heimilt að stofna 10 íbúðarlóðir fyrir heilsárshús.
  • Innan lóða sem merktar eru ÍB-1 er heimilt að byggja allt að 400 m² íbúðarhús auk tveggja fylgihúsa. Á lóð Vigraáss 4 er hámarksstærð íbúðarhúss 300 m² og á lóð Vigraáss 6 er heimilt að byggja 350 m² auk fylgihúsa. Hámarksstærð fylgihúsa er 100 m² samanlagt. Við staðsetningu fylgihúsa skal horft til þess að húsin myndi eina heild á lóðinni og fjarlægð milli þeirra lágmarki áhrif á gróður á lóðinni. Ekki er heimilt að hafa tengivegi á milli húsa innan lóða.
  • Fylgihús geta verið til dæmis bílskúr, gestahús, geymsla, vinnustofa og annað sem ekki brýtur í bága við skilmála aðalskipulags um íbúðabyggð.
  • Heimilt er að hús verði á fleiri en einni hæð ef landslag býður upp á slíkt.
  • Við hönnun bygginga skal horfa til þess að samræma heildaryfirbragð svæðisins.
  • Mænishæð íbúðahúss miðað við gólf aðalhæðar er mest 7.5 m. Mænishæð fylgihúsa er mest 4.5 m miðað við gólf aðalhæðar.
  • Mænisstefna, þakhalli, form og gerð húsa eru gefin frjáls.
  • Gera skal ráð fyrir að lágmarki 2 bilastæðum við hverja lóð og séu þau innan lóðamarka. Hámarksfjöldi bílastaða á lóð sé 4 stæði.
  • Heimilt er að leigja íbúðarhúsin út í skammtímaleigu til ferðafólks allt árið um kring.
  • Öll söfnun lausafjármuna innan lóða s.s. gáma og skráðra ökutækja sé óheimil.

Frístundabyggð F-1

  • Innan marka deiliskipulagsins er heimilt að byggja upp frístundabyggð á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð í aðalskipuagi, um 92,1 hektarar að stærð.
  • Heimild er til stofnunar 33 frístundalóða.
  • Innan hverrar lóðar sem merkt er F-1 heimilt að byggja 250 m² frístundahús auk tveggja fylgihúsa. Hámarksstærð fylgihúsa er 100 m². Að Vigranesi 6, 8, 9, 10, 11 og 12 er heimilt að hafa þrjú fylgihús. Hámarksstærð fylgihúsa 150 m².
    Við staðsetningu fylgihúsa skal horft til þess að húsin myndi eina heild á lóðinni og fjarlægð milli þeirra lágmarki áhrif á gróður á lóðinni. Ekki er heimilt að hafa tengivegi á milli húsa innan lóða.
  • Fylgihús geta verið til dæmis bílskúr, gestahús, geymsla, vinnustofa og annað sem ekki brýtur í bága við skilmála aðalskipulags um frístundabyggð.
  • Heimilt er að hús verði á fleiri en einni hæð ef landslag býður upp á slíkt.
  • Við hönnun bygginga skal horfa til þess að samræma heildaryfirbragð svæðisins.
  • Mænishæð miðað við gólf aðalhæðar er mest 7.5 m. Mænishæð fylgihúsa miðað við gólf aðalhæðar er mest 4.5 m.
  • Mænisstefna, þakhalli, form og gerð húsa eru gefin frjáls.
  • Gera skal ráð fyrir að lágmarki 2 bilastæðum við hverja lóð og séu þau innan lóðamarka. Hámarksfjöldi bílastaða á lóð sé 4 stæði.
  • Heimilt er að leigja frístundahúsin út skammtímaleigu til ferðafólks allt árið um kring.
  • Öll söfnun lausafjármuna innan lóða s.s. gáma og skráðra ökutækja sé óheimil.

Hverfin í Vigraholti

Vigraholt skiptist í fjögur hverfi. 

  • Vigraholt, hótel og þjónustusvæði og ein lóð fyrir frístundahús.
  • Vigeraströnd, 16 lóðir fyrir frístundahús
  • Vigraás 10 lóðir fyrir íbúabyggð og 4 lóðir fyrir frístundahús.
  • Vigranes, 12 plots for summerhouses